Blika logo
Spágæði

Taflan hér að neðan segir til um meðalskekkju mismunandi veðurlíkana undanfarna 14 daga. Hægt er að velja veðurstöð og svo annað hvort hita eða vind til þess að sjá hvaða líkan hefur verið að spá best undanfarið. Þeim mun lægri sem talan er þeim mun betri er spáin. Nákvæmasta líkanið er litað grænt, en það ónækvamasta rautt.

HitiVindur
Líkan1 dagur3 dagar5 dagar
Frekari upplýsingar

Spár Veðurstofunnar fáum við úr vefþjónustu á vedur.is. Spár úr Evrópska líkaninu koma frá vefþjónustu yr.no. Allar spárnar eru sóttar tvisvar á sólarhring.

Gildin í töflunni sýna meðalfrávik spárinnar frá raunverulegu veðri. Ef spáð er t.d. 2 gráðum fyrir ákveðinn stað með 24 tíma fyrirvara en í raun mælist 1,5 gráðu hiti þá er frávikið 0,5 gráða.

Fyrir öll líkön og alla staði er þetta frávik reiknað. Meðaltal er svo tekið af þessum frávikum yfir 14 daga tímabil og fæst þá ágætis mynd af því hver spágæði hvers líkans eru á hverjum tímapunkti.

Spágæði eru eingöngu reiknuð fyrir vindhraða og hitastig. Fyrir því eru góðar ástæður. Nær allar veðurathugunarstöðvar mæla hita og vind en mun færri t.a.m. úrkomu. Auk þess eru úrkomumælingar ónækvæmar í miklum vindi.

Línuritið sýnir vel hver spágetan hefur verið undanfarið. Ef línan er flöt hafa lengri spár staðist vel en ef línan hallart töluvert upp á við hefur minna verið að marka spár til lengri tíma.